Forsíða
Refillinn
Fréttir
Um verkefnið
Hafa Samband
Verið velkomin á heimasíðuna refill.is - Vatnsdæla á refli.

Vatnsdæla, saga af ástum, átökum og erjum, er ættarsaga Hofverja í Vatnsdal og gerist á 9.- til 11.öld. Sögusviðið teygir sig frá Noregi og Svíðþjóð í austri til Orkneyja og Skotlands í vestri og svo norður til Íslands þar sem aðal sögusviðið er, í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Sagan er talin skrifuð á síðari hluta 13. aldar. Verkefnið Vatnsdæla á refli á fyrirmynd í Bayeux-reflinum sem saumaður var á 12.öld. Markmið þess er að endurvekja Vatnsdælu á nýjan hátt en þó gamlan, og segja söguna sem er myndræn og átakamikil, út frá nýju sjónarhorni. Samhliða því er fornri útsaumsgerð, refilsaumnum, gerð skil.

Refillinn er byggður upp þannig að sagan rennur eftir reflinum eins og teiknimynd.

© HUGMYNDIR